Jólin koma

Laugardaginn 27. október verður Menningar- og listasmiðjan á Húsabakka opin frá kl: 13:00 til 17:00. Á þeim tíma verða stutt námskeið í smáhlutagerð sem tengjast jólum. Þar verður meðal annars hægt að sauma engla, hjörtu og kramarhús. Hekla frostrósir og klukkur, þæfa bjöllur, jólasokka og stjörnur, smíða engla, tálga jólakúlur og mála jólasveinaandlit. Einnig verður þar jólakortagerð og margt fleira. Efni og áhöld verða á staðnum og eru allir þeir sem eru farnir að hugsa til jóla hvattir til að mæta.