Jólatrésskemmtanir í Dalvíkurbyggð

Þrjár jólatrésskemmtanir verða í Dalvíkurbyggð þetta árið og eru íbúar og aðrir hvattir til að bregða sér á eina slíka þetta árið. Á Dalvík verður jólatrésskemmtun haldin í Víkurröst miðvikudaginn 27. desember og hefst hún klukkan 17:00 og eru það Lionskonur á Dalvík sem sjá um skemmtunina. Kvenfélagið Hvöt ásamt Lionsklúbbnum Hræreki munu standa fyrir jólatrésskemmtun í félagsheimilinu Árskógi sama dag og hefst sú skemmtun klukkan 17:30. Einnig verður jólatrésskemmtun á Rimum laugardaginn 30. desember og hefst hún klukkan 14:00 og er þar á ferð Kvenfélagið Tilraun.