Jólatrésferð Leikbæjar

Jólatrésferð Leikbæjar

Núna í byrjun desember fóru 5 ára börn á leikskólanum Leikbæ að ná í grenitré fyrir leikskólann í skógræktina í landi Götu, en þar þurfti að grisja. Börnin aðstoðuðu við að saga tréð og draga það út úr skóginum og varð úr þessu hin besta skemmtun.

 

 

Í leiðinni var nánasta umhverfið skoðað og meðal annars veltu börnin því fyrir sér hvernig hægt væri að drekka vatn úr læk á þess að nota glös. Börnin voru mjög ánægð með ferðina enda er það upplifunin sem skiptir mestu máli en ekki útlit trésins.

 

 

Fleiri skemmtilegar myndir frá þessari ferða er að finna á myndasíðunni eða með því að smella hér.