Jólatónleikar Samkórs Svarfdæla 2. desember

Samkór Svarfdæla heldur sína árlegu jólatónleika í menningarhúsinu Bergi, fimmtudaginn 2. desember kl. 20:30. Að þessu sinni mun Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls syngja með kórnum. Helga Bryndís Magnúsdóttir er stjórnandi beggja kóranna og þetta verða hennar síðustu tónleikar hér um sinn, þar sem hún er að flytja suður um áramót.

Fluttir verða hátíðlegir jólasöngvar, íslenskir og erlendir. Allt kunnuglegir söngvar.

Aðgangseyrir er kr. 1500 og frítt fyrir yngri en 12 ára.