Jólasýning - fimleikadeildar UMFS

Sunnudaginn 12. desember kl 12:45 ætla iðkendur fimleikadeildar UMFS að sýna hvað þau hafa verið að æfa í haust. Sýningin mun fara fram í íþróttamiðstöðinni og er aðgangseyrir 300 kr fyrir grunnskólabörn og 500 kr fyrir fullorðna, frítt er fyrir yngri börn. Með aðgangseyrinum er verið að safna fyrir nýju áhaldi sem kallast loftdýna sem myndi bæta aðstöðu til fimleikaiðkunnar til muna.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn

Iðkendur fimleikadeildar UMFS.