Jólasveinarnir koma á Árskógssand

Jólasveinarnir halda áfram för sinni um byggðarlagið og gleðja börn á öllum aldri með skemmtilegheitum. Þeir verða á ferðinni á Árskógssandi, fimmtudaginn 16. desember kl. 17:00 og standa fyrir jólaballi og brellum eins og þeirra er lagið. Þeir ætla að vera við Kaffi Krúsir og dansa í kringum jólatréð.