Jólaskreytingasamkeppnin

Jólaskreytingasamkeppnin

Nú er enn og aftur komið að hinni árlegu jólaskreytingasamkeppni í Dalvíkurbyggð. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa kveikt á seríum hjá sér og lýsa þannig upp skammdegið fyrir okkur hinum. Þeir sem ekki hafa enn sett upp ljósin sín hafa nú tækifæri til þess og geta þannig tekið þátt í þessari skemmtilegu skreytingakeppni. Dómnefndin mun fara um sveitarfélagið í lok þessarar viku og skoða fallegar skreytingar í gluggum, görðum og á húsum. Bæði verða einstakir hlutar skreytinga skoðaðir sem og heildarútlit. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin líkt og verið hefur en á síðasta ári fengu sigurvegararnir glæsilegar ostakörfur frá MS. Úrslitin verða sem fyrr birt í síðasta blaði Bæjarpóstsins fyrir jól. Það er því um að gera að klára að hengja upp jólaljósin og taka þannig þátt í þessar skemmtilegu keppni sem er að verða ómissandi hluti af aðventu- og jólastemmningunni hér í sveitarfélaginu.

Hér til hliðar má sjá mynd af sigurvegara síðasta árs, Þverá í Svarfaðardal.