Jólaskreytingasamkeppni

Jólaskreytingasamkeppni

Eins og undanfarin ár verða veitt verðlaun fyrir þau hús og þá garða sem þykja skemmtilega og fallega skreytt. Nú hefur sú breyting verið gerð á að íbúar geta sent inn tilnefningar um hús sem ætti að verðlauna með því að senda tölvupóst á netföngin vikprent@est.is eða thordur@dalvik.is. Dómnefnd mun fara um Dalvíkurbyggð og skoða og meta skreytingar. Vinningshafar eiga síðan von á heimsókn dómnefndar og fá verðlaun afhent. Niðustaða dómnefndar mun síðan birtast í Bt/Tt. Nú eins og undanfarið eru íbúar hvattir til að vanda til jólaskreytinga.