Jólaskreytingarsamkeppni í Dalvíkurbyggð 2010


Árviss jólaskreytingarsamkeppni fer fram í ár í Dalvíkurbyggð eins og fyrri ár.

Á morgun, 7. desember, verður valnefndin að störfum og fer um alla Dalvíkurbyggð til þess að skoða skreytingar. Veitt verða eiguleg verðlaun og viðurkenningarskjöl með viðhöfn í menningarhúsinu Bergi í lokin, vakin verður athygli fjölmiðla á úrslitunum og þau verða birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Íbúar eru nú hvattir til þess að ljúka uppsetningu á jólaskreytingum fyrir morgundaginn, ef því er ekki þegar lokið.

Og svo er mikilvægt að öll jólaljósin verði tendruð í bítið í fyrramálið, og að þau fái að loga allan daginn og fram á kvöldið.