Jólaskreytingarsamkeppni 2021 - úrslit

Jólaskreytingarsamkeppni 2021 - úrslit

Úrslit í jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar, DB-blaðsins og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð birtust í jólablaði DB-blaðsins sem kom út í gær, 16. desember. Eftirfarandi texti er að mestu sá sami og birtist í blaðinu.
Í dómnefnd sátu Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, fyrir hönd DB blaðsins, Gísli Rúnar Gylfason, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og Guðrún Inga Hannesdóttir, fyrir hönd íbúa.

Að þessu sinni voru veitt verðlaun í jólaskreytingarsamkeppninni 2021 fyrir fyrsta til þriðja sæti í fallegast skreyttu húsin, fallegasta tréð og fallegustu aðkomuna.
Samkeppnin var hörð en dómnefndin var sammála um niðurstöðurnar. Dómnefndin hvetur alla til að fá sér bíl- eða göngutúr um sveitarfélagið og virða fyrir sér allar þessar fallegu skreytingar.

1. Ásvegur 1, Hauganesi.
Eigendur: Birnir S. Valdimarsson og Vija Skromane.

Mat dómnefndar:
Einstaklega vandað til verks og mikið og fallega skreytt. Afar fallega skreytt tré í garðinum í sama stíl og húsið.
Stílhreint, glaðlegt og skemmtilegt í heildina

2. Mímisvegur 32.
Eigendur: Ásdís Gunnlaugsdóttir og Jón Baldur Agnarsson.

Mat dómnefndar:
Fallega skreytt og stílhreint, nánast eins og fullkomin mynd á jólapóstkorti. Virkilega vandað til verks og mikill metnaður að baki.

3. Kot, Svarfaðardal.
Eigendur: Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir.

Mat dómnefndar:
Vandað vel við uppsetningu og vel stíliserað. Ljósafoss setti sterkan svip á heildarútkomuna þegar komið var að húsinu í myrkrinu.

Fallegasta aðkoman - Ásvegur 1, Dalvík.
Eigendur: Guðný Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson.

Mat dómnefndar:
Aðkoman er einstaklega falleg að þessu húsi, frá gangstéttinni leiða skreytt trén gestkomandi að tröppum þar sem hvert smáatriði
er úthugsað. Alt er í stíl og vandað til verka.

Fallegasta tréð - Hólavegur 19.
Eigendur: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson.

Mat dómnefndar:
Tréð er einstakleg vel staðsett á horni og setur sterkan svip á umhverfið allt í kring. Þarna er vandað vel til verks
við uppsetningar á ljósum, tréð er einstaklega fallegt í laginu og það sést langar leiðir.

Vinningarnir voru ekki af verri endanum en alls voru 11 fyrirtæki úr byggðalaginu sem gáfu vinninga og vill dómnefndin koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra.
Fyrirtækin eru í stafrófsröð:

Bruggsmiðjan Kaldi
Dalvíkurbyggð
DB-blaðið
Doría, hár- & snyrtistofa og gjafavöruverslun
Húsasmiðjan
Kjörbúðin
Norður
Prýði & Hárverkstæðið
Samherji
Tomman
Þernan

Allir sigurvegarar fengu síðan handverk úr heimabyggð, en að þessu sinni urðu fyrir valinu handmálaðir jólasveinar frá Siffu á Hauganesi.

Við óskum öllum sigurvegurum til lukku og hlökkum til skreytingarsamkeppninnar 2022!