Jólaskreytingar í Dalvíkurbyggðar - áhugasamir óskast

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir áhugasömum félagasamtökum til að taka að sér jólaskreytingar í Dalvíkurbyggð það er Dalvík, Árskógsströnd og á Hauganesi. 

Um er að ræða uppsetningu og eftirlit með skreytingum,  frá uppsetningu og þar til þær eru teknar niður. Skreytingar þurfa að vera komnar upp fyrir fyrsta sunnudag í aðventu sem er 1. desember í ár. Frágangur er síðan fyrstu vikuna í janúar.

Vel er gengið frá skreytingum, þær eru flokkaðar og merktar, og því ætti að vera tiltölulega einfalt að setja þær upp. Gerð er krafa um að frágangur jólaskreytinga verði með sama hætti og tekið er við þeim.

Áhugasamir hafi samband við Börk Þór Ottósson á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is  eða í síma 460 4900.