Jólapósturinn

Á Þorláksmessu, 23. desember verður jólapóstur samkvæmt hefð í Dalvíkurskóla. Skólinn er opinn frá kl. 13:00 – 16:00.

Nemendur og starfsfólk taka á móti jólakortum í skólanum (inngangur nr.1).

Nemendur í 7. bekk mæta kl. 12:45 til að flokka póst. Þeir nemendur sem verða jólasveinar á aðfangadag eiga að mæta kl. 12:45 þennan dag og flokka póst. Verð fyrir hvert kort er 50 kr.

Jólasveinar (nemendur úr 8. – 10. bekk) bera út jólakortin á aðfangadag frá kl 10:30 – 14:00.

Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Unnið til styrktar skólabókasafni Dalvíkurskóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að borinn verður út póstur á Dalvík og í Svarfaðardal.