Jólaball 17. desember

Jólaball 17. desember

Hið árlega jólaball leikskólans var haldið í Bergi í morgun. Við dönsuðum kringum jólatréð um stund við undirleik harmonikkuleikarans Núma. Eftir nokkur lög mætti Kertasníkir á svæðið með sleðann sinn við mikinn fögnuð flestra barnanna. Hann dansaði svo og söng með okkur nokkur lög og opnaði svo kassann sinn, sem var á sleðanum. Í kassanum leyndist glaðningur til barnanna og voru allir kátir og glaðir með gjöfina sína. Eftir ballið fórum við svo aftur í leikskólann þar sem börnin borðuðu hádegismat og fóru svo út að leika sér. Myndir af jólaballinu eru komnar inn í myndasafnið okkar.

Í dag er góðverkadagur í Dalvíkurskóla og nutum við dyggrar aðstoðar nokkurra nemenda úr 5. bekk. Nemendurnir komu til okkar í nokkrum hópum, bæði fyrir og eftir hádegi og þökkum við þessum frábæru krökkum kærlega fyrir aðstoðina í dag.