Jólaaðstoð velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 2025

Jólaaðstoð velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 2025

Búið er að opna fyrir umsóknir í vegna jólaaðstoðar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar 2025.
Opið verður fyrir umsóknir frá fimmtudeginum 20.nóvember til og með 4. desember.
Sótt er um á heimasíðu sjóðsins www.velferdey.is

Einnig verður mögulegt að sækja um í gegnum síma 570-4270 þriðjudagana 25. nóvember og 2. desember kl. 10-13:00

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Á ári hverju berst mikill fjöldi umsókna og með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum er hægt að styðja við þau heimili sem þurfa hjálp.