Janúarspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar þriðjudaginn 7. janúar 2014 og sátu átta félagar fundinn.

Til athugunar var veðurfar í janúar á nýbyrjuðu ári ásamt mati á spá fyrir liðinn mánuð, þ.e. desember 2013.

Fundarmenn voru eftir atvikum sáttir við desemberspána og tölu að þó smávægilega hafi brugðið út frá væntingum væri það alls ekki til að hafa orð á.

Í janúarmánuði kvikna tvö tungl. Hið fyrra 1. janúar kl. 11:13 í SA og hið síðara 30. jánúar kl. 21:39 í NV.
Hitastig verður ámóta og í desembermánuði en þó má búast við að það verði heldur vindasamara. Einnig höfðu klúbbfélagar tilfinningu fyrir því að það kæmi a.m.k. ein góð rumpa í máðuðinum.

Við látum svo fylgja draum sem einn klúbbfélagann dreymdi;
Hann var staddur inni í fjárhúsi á fengitíma og sér þar eina drifhvíta á sem honum finnst bera af öðrum kindum í hópnum. Aðrar kindur voru heldur dekkri og jafnvel blautar. Eins voru þar þrír eða fjórir lambhrútar og hugðist hann velja einn þeirra handa ánni fögru. Hann velur þann sem honum líst best á en hann gagnast ánni ekki neitt.
Klúbbfélagar gefa ekki frekar upp um ráðningu á þessum draum, en láta hverjum og einum eftir að meta spágildi hans.

Þann 24. janúar er miður vetur og sól farin að hækka á lofti.

Með nýjárskveðjum,

Veðurklúbburinn á Dalbæ.