It´s only rock and roll – Guðni Már í Bergi

It´s only rock and roll – Guðni Már í Bergi

Guðni Már Henningsson opnaði 6. myndlistasýningu sína It´s only rock and roll, í Bergi menningarhúsi á Dalvík síðastliðinn laugardag, 17. október. 

Við opnun sýningarinnar sagði Guðni að verkin væru öll innblásin af uppáhalds erlendu lögunum sínum en Guðni hefur starfað á Rás 2 sem dagskrárgerðarmaður undanfarin 22 ár þar sem hann hefur stjórnar fjöldamörgum tónlistarþáttum. Á sýningunni má því finna myndir eins og Lucy in the sky with dimonds, Behind blue eyes og Ziggi Stardust.

Myndirnar eru frjálslegar og kraftmiklar eins og þær hafi brotist fram á strigann í takt við dynjandi rokktónlistina. Flæða fram óheftar og ná þannig að túlka tilfinninguna og hughrifin á bak við hvert lag.

Svo sannarlega öðruvísi og skemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að Guðni er litblindur, og þar að auki eineygður, og hafði því í upphafi ekki mikla trú á því að hann hefði eitthvað í myndlist að gera.