Íþróttir og sund

Í dag, fimmtudag byrjuðu banana-stelpur í sundi, banana-strákar byrja í sundi á mánudaginn. Gott væri ef þær stelpur sem þurfa væru með hárið í fléttu eða tagli. Kennsluáætlun fyrir sundið er komin inn á heimasíðuna undir hópar - Íþróttir og sund og bananahópur.

Eplahópur heldur sínum tíma í íþróttum, á fimmtudögum en peruhópurinn fer núna með þeim í íþróttahús. Kennsluáætlun fyrir íþróttahús er komin á heimasíðuna, undir hópar - Íþróttir og sund og epla- og peruhópur.