Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskólinn er 10 tíma námskeið sem hefst næstkomandi laugardag þann 9. október.

Námskeiðið verður á laugardagsmorgnum í nýju glæsilegu íþróttamiðstöðinni okkar frá kl. 11:00-12:00 og er ætlað börnum fæddum 2005-2008.
Kennarar verða Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur, M.S. og Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi.
Mælt er með að börnin mæti í þægilegum fötum og berfætt svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki til. Ætlast er til að foreldrar og/eða forráðamenn taki þátt í tímunum og séu börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur.

Markmið íþróttaskólans eru:

að efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna
að auka sjálfstraust barnanna og vellíðan
að losa um streitu og umfram orku
að auka úthald
að börnin læri á líkama sinn
að efla samhæfingu
að vernda heilsu barnanna
að börnin læri ýmis stöðuhugtök, átti sig á rými, fjarlægðum og áttum
að börnin læri að fara eftir reglum

Námskeiðsgjald fyrir 10 tíma er 6000 kr (veittur er 50% systkinaafsláttur). Tekið er við greiðslum í fyrsta tíma.
Skráningar skulu hafa borist fyrir fimmtudaginn 7. október á netföngin hrh28@hi.is eða valdis@dalvikurskoli.is. Einnig er hægt að skrá barnið á skráningarblað hér fyrir neðan. Vinsamlegast skráið nafn barns og símanúmer foreldri/forráðamanns.

Upplagt fyrir fjölskylduna að skella sér í sund samhliða íþróttaskólanum

Sjáumst hress og kát
Harpa Rut (866-3464)og Valdís (861-3977)

Upplýsingar og skráningarblað er hægt að nálgast hér