Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einarsdóttir

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einarsdóttir

Í tilefni lýsingar á kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar bauð íþrótta- og æskulýðsráð til mannfagnaðar fimmtudaginn 8. janúar í Bergi menningarhúsi.
Auk þess að lýsa kjöri á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar veitti íþrótta- og æskulýðsráð styrki úr Afreks- og styrktarsjóði ásamt því að veita heiðursviðurkenningu ráðsins. 

Styrki úr Afreks- og Styrktarsjóði hlutu eftirfarandi; Dagur Atlason, Bríet Brá Bjarnadóttir, Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, Birta Dís Jónsdóttir, Helgi Halldórsson, Axel Reyr Rúnarsson, Anna Kristín Friðriksdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Ólöf María Einarsdóttir og Júlíana Björk Gunnarsdóttir. Að auki fengu Skíðafélag Dalvíkur styrk fyrir að bjóða öllum nemendum í 1. bekk á skíði, Golfklúbburinn Hamar fékk styrk fyrir þátttöku drengja- og stúlknasveit í Sveitakeppni GSÍ og Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS fékk styrk fyrir að halda sérstaka stúlkna æfingar í knattspyrnu.

Heiðursviðurkenning íþrótta- og æskulýðsráðs kom í hlut Stefáns Friðgeirssonar fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Dalvíkurbyggð og góðan árangur í hestamennsku.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2014 voru Anna Kristín Friðriksdóttir Hestmannafélaginu Hring, Axel Reyr Rúnarsson Skíðafélagi Dalvíkur, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson Sundfélaginu Rán, Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri, Steinþór Már Auðunsson Dalvík/Reyni


Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einasdóttir kylfingur í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík.


Ólöf, sem er 15 ára, varð stigameistari Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 15-16 ára með því að vinna 4 af 6 mótum mótaraðarinnar. Ólöf varð íslandsmeistari í holukeppni í sínum flokkki og varð í öðru sæti í höggleik. Hún sigraði norðurlandsmótaröðina í sínum flokki. Hún varð íslandsmeistari með GHD í sveitakeppni 15 ára og yngri þar sem hún vann alla sína leiki. Ólöf tók þátt í þremur mótum erlendis á vegum Golfsambands íslands og stóð sig mjög vel og var klúbbnum sínum og landi til sóma á þeim ferðum hvað varðar hegðun og háttvísi.
Ólöf er í afrekshóp Golfsambandsins fyrir 18 ára og yngri.

Í umsögn segir að Ólöf stundi æfingar mjög vel og æfir mikið aukalega utan hefðbundins æfingatíma. Hún er mikil og góð keppnismanneskja sem gefur mikið af sér við þjálfun krakkana í klúbbnum og er þeim góð fyrirmynd.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefningarnar og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014.

Viðkenningar úr Afreks- og styrktarsjóði
Heiðursviðurkenning íþrótta- og æskulýðsráðs, Stefán Friðgeirsson
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014, tilnefndir