Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2005

Á síðasta fundi íþrótta-,æskulýðs - og menningarráðs þann 14. desember fór fram kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2005. Á fundinn mættu fulltrúar þeirra félaga sem tilnefna aðila til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar og tóku þeir þátt í kjörinu. Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður síðan lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju  þann 30. desember n.k. að venju kl. 17:00.

Tilnefndir og í kjöri eru:

Tilnefndir:

Íþróttagrein:

Nafn félags:

Björgvin Björgvinsson

Skíði

Skíðafélag Dalvíkur

Harpa Lind Konráðsdóttir

Frjálsar íþróttir

Ungmennafélagið Reynir

Helena Ragna Frímannsdóttir

Blak

Blakfélagið Rimar

Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson

Körfubolti

Ungmennafélag Svarfdæla

Jón Geir Árnason

Knattspyrna

Ungmennafélagið Reynir

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson

Golf

Golfklúbburinn Hamar

Sindri Vilmar Þórisson

Sund

Sundfélagið Rán

Stefán Ragnar Friðgeirsson

Hestaíþróttir

Hestamannafélagið Hringur

Sveinn Elías Jónsson

Knattspyrna

Ungmennafélag Svarfdæla

Á síðasta ári var Björgvin Björgvinsson kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar.