Á síðasta fundi íþrótta-,æskulýðs - og menningarráðs þann 14. desember fór fram kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2005. Á fundinn mættu fulltrúar þeirra félaga sem tilnefna aðila til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar og tóku þeir þátt í kjörinu. Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður síðan lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þann 30. desember n.k. að venju kl. 17:00.
Tilnefndir og í kjöri eru:
|
Tilnefndir: |
Íþróttagrein: |
Nafn félags: |
|
Björgvin Björgvinsson |
Skíði |
Skíðafélag Dalvíkur |
|
Harpa Lind Konráðsdóttir |
Frjálsar íþróttir |
Ungmennafélagið Reynir |
|
Helena Ragna Frímannsdóttir |
Blak |
Blakfélagið Rimar |
|
Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson |
Körfubolti |
Ungmennafélag Svarfdæla |
|
Jón Geir Árnason |
Knattspyrna |
Ungmennafélagið Reynir |
|
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson |
Golf |
Golfklúbburinn Hamar |
|
Sindri Vilmar Þórisson |
Sund |
Sundfélagið Rán |
|
Stefán Ragnar Friðgeirsson |
Hestaíþróttir |
Hestamannafélagið Hringur |
|
Sveinn Elías Jónsson |
Knattspyrna |
Ungmennafélag Svarfdæla |
Á síðasta ári var Björgvin Björgvinsson kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar.