Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Niðurstöður úr kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verða tilkynntar þriðjudaginn 30. desember n.k. kl. 17:00 í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. 
Athöfnin verður öllum opin en að henni lokinni býður Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð íþróttafólkinu og/eða fulltrúum þeirra ásamt fulltrúum íþróttafélaganna að þiggja kaffiveitingar. Eftirtaldir hafa verið tilnefndir:

Sigurður Jörgen Óskarsson, golf, Golfklúbburinn Hamar

Anna Bára Hjaltadóttir, blak, Blakfélagið Rimar

Þórir Áskelsson, knattspyrna, UMF Reynir

Jóhann Björgvin Elíasson, frjálsar íþróttir, UMF Reynir

Ómar Freyr Sævarsson, frjálsar íþróttir, Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík

Ingvi Hrafn Ingvason, knattspyrna, Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík

Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson, körfuknattleikur, Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík

Björgvin Björgvinsson, skíði, Skíðafélag Dalvíkur

Stefán Friðgeirsson, hestaíþróttir, Hestamannafélagið Hringur,

Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir, sund, Sundfélagið Rán.