Íþróttamaður ársins í Dalvíkurbyggð 2007

Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2007 var lýst við athöfn í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju sunnudaginn 30. desember 2007 og var skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2007. Þetta er í tólfta skiptið sem kjörið fer fram og hlaut Björgvin titilinn í sjötta sinn, fimmta skiptið í röð.

Að loknum tilnefningum frá íþróttafélögunum í byrjun desember fór kosning fram nokkrum dögum fyrir jól. Það er íþrótta-, æskulýðs- og mennningarráð auk forráðamanna úr stjórnum íþróttafélaganna sem kjósa. Kjörgengi hafa þeir íþróttamenn sem stunda íþrótt sína með íþróttafélagi í Dalvíkurbyggð. 
Aðrir sem tilnefningu hlutu í kjörinu voru: Jón Ingi Sveinsson, Blakfélaginu Rimum, Ari Jóhann Júlíuson, UMFS, Harpa Lind Konráðsdóttir, Umf. Reyni, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Golfklúbbnum Hamri, Stefán Ragnar Friðgeirsson, hestamannafélaginu Hring, Viktor Jónasson Dalvík/Reyni Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson, UMFS og Júlía Ýr Þorvaldsdóttir , Sundfélaginu Rán.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr ræðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa síðan 30. desember 2007

Í frjálsum íþróttum voru tveir iðkendur tilnefndir: Ari Jóhann Júlíusson og Harpa Lind Konráðsdóttir. Ari Jóhann er Unglingalandsmótsmeistari í langstökki í flokki 15-16 ára, varð 4. í langstökki á MÍ innanhúss, 2. í þrístökki, 5. í 300 m grind og 6. í kringlukasti á MÍ utanhúss.  Ari hefur náð 3. sæti í fjölþraut (sjöþraut ) innanhús í 15-16 ára flokki þrátt fyrir að vera á yngra ári og hann náði einnig 3. Sæti í tugþraut utanhúss með 4430 stig. Hann var að ná besta árangri í sínum aldursflokki í mörgum greinum, t.d. í langstökki og þrístökki og hlaupum. Það eitt að vera á eldra ári í 15 -16 ára flokki á árinu 2008 gefur honum möguleika á að gera þessa afrekaskrá enn glæstari. Harpa Lind Konráðsdóttir náði mjög góðum árangri í íþrótt sinni á árinu.  Þrátt fyrir að þrálát meiðsli hafi angrað hana, lét hún ekki deigan síga og afrekaði það að komast í úrvalshóp FRÍ í spjótkasti.   Besti árangur hennar í ár var í Bikarkeppni FRÍ 2. deild þar sem hún varð í fyrsta sæti í spjótkasti.  Harpa er líka mjög sterk í spretthlaupum og ef hún heldur rétt á spöðunum, má vænta mikils af henni á mótum í framtíðinni. 

Sá frjálsíþróttamaður sem varð hlutskarpari í kjörinu og er því frjálsíþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2007 er Ari Jóhann Júlíusson

Skíðamaður Dalvíkurbyggðar er Björgvin Björgvinsson.

Björgvin er fastamaður í landsliði Skíðasambands Íslands og einn fremsti íþróttamaður landsins í dag. Hann hefur með dugnaði og elju náð ótrúlegum árangri í þessari erfiðu íþrótt síðustu ár og tekið þátt í öllum stærstu mótum í íþróttinni fyrir Íslands hönd.

Hann æfir með landsliði SKI stærstan hluta ársins en æfingar fara að langstærstum hluta fram erlendis. 

Síðastliðið keppnistímabil tók hann meðal annars þátt í Evrópubikarmótaröðinni þar sem hann nældi sér í 25 stig. Þá tók Björgvin þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum á vegum FIS þar sem hann stóð sig vel. Þá tók hann þátt í Heimsmeistaramótinu í Åre sem fór fram í febrúar.

Á Skíðamóti Íslands sem haldið var á Akureyri síðastliðið vor varð hann þrefaldur Íslandsmeistari, í svigi og stórsvigi og þar með Íslandsmeistari í alpatvíkeppni. Samhliða Skíðamóti Íslands var FIS mótaröð, Icelandair Cup, sem hann vann með yfirburðum.

Björgvin vann Eysteinsbikarinn annað árið í röð og er því eini skíðamaðurinn sem fengið hefur þennan veglega bikar og eitt þúsund dollara að gjöf fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert.
Í haust tók Björgvin þátt í Álfubikarkeppninni í þriðja sinn en keppnin fer fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Þar náði hann frábærum árangri og sigraði mótaröðina með yfirburðum. 
Hann náði að vinna 6 mót , 3 svig og 3 stórsvig , hann varð tvisvar í öðrusæti  í svigi og tvíkeppni , einu sinni í  þriðja sæti í risasvig og tvisvar í  sjötta sæti í stórsvig og risasvigi.
Þessi árangur tryggir Björgvini start innan við 30 í öllum Evrópubikarmótum í vetur.
Þegar þetta er skrifað hefur hann keppt í einu slíku en mótið fór fram Landgraaf  í Hollandi. Þar náði Björgvin mjög góðum árangri í svigi og endaði í 27 sæti en allir þeir sterkustu sem koma til með að keppa í Evrópubikarnum í vetur voru með.

Körfuknattleiksmaður Dalvíkurbyggðar er Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson.

Bjarmi, hefur