Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi óskast til starfa

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er einn af lykilstjórnendum fræðslu- og menningarsviðs. Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.


Starfssvið:
• Rekstur og ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja og tjaldsvæði
• Yfirumsjón með starfsemi frístundahúss
• Áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum
• Stefnumótun og stjórnun starfsmanna
• Umsjón og eftirlit með vinnuskólanum
• Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila
• Forvarnarstarf


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf kostur
• Reynsla og áhugi á starfi með börnum og ungmennum
• Reynsla af stjórnun og stjórnsýslu æskileg
• Reynsla og þekking af áætlanagerð kostur
• Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð tölvu-og tungumálakunnátta, íslenska, enska og eitt Norðurlandamál
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að stuðla að jafnræði og réttlæti í samfélaginu
• Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember nk.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is .


Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is ) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is ) hjá Capacent Ráðningum.