Íþrótta - og æskulýðsfulltrúi

Fundur íþrótta-, æskulýðs - og menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 30. desember var sá síðasti sem Jón Heiðar Rúnarsson, sem hefur verið í afleysingum sem íþrótta - og æskulýðsfulltúi síðustu 15 mánuði, sat með ráðinu. Íþrótta-, æskulýðs - og menningarráð færir Jóni Heiðari bestu þakkir fyrir samstarfið síðustu 15 mánuði og vel unnin störf. Bjarni Gunnarsson hóf störf að nýju nú um áramót en hann hefur verið í launalausu leyfi.