Íssól Anna 5 ára og fréttir af öskudeginum

Íssól Anna 5 ára og fréttir af öskudeginum

Í dag miðvikudaginn 9. mars á Öskudaginn sjálfann er hún Íssól Anna 5 ára. Af því tilefni mætti hún uppáklædd sem Indíánastelpa, bjó hún sér til myndarlega afmæliskórónu, var þjónn í hádeginu og flaggaði í tilefni dagsins. Við óskum Íssól Önnu innilega til hamingju með afmælið.

   

Að öðru leyti fór Öskudagurinn þannig fram að börnunum var að sjálfsögðu boðið að mæta í búningum og mætti starfsfólk einnig í flottum búningum. Um 10 leytið héldum við svokallaða öskudagssamveru í hreyfilautinni okkar en þá fékk hvert barn að spreyta sig og slá „köttinn“ úr tunnunni, en börnin byrjuðu í síðustu viku að gera sjálf „tunnu“ til að slá köttinn úr. Eftir því sem leið á sláttinn duttu popppokar sem glöddu litla grímukrakka mikið. Þegar búið var svo að slá poppið úr tunnunni héldum við Öskudagsball, gæddum okkur á poppinu, skemmtum okkur, sungum og dönsuðum við tónlist. Þannig að þessi dagur var heldur betur frábrugðinn hefðubundnum miðvikudegi hjá okkur og má segja svona í lausari kantinum, allir skemmtu sér konunglega jafnt börn sem starfsfólk. Myndir af deginum eru komnar inn á heimsíðuna undir linknum hópar.