Íslandsmeistaramót EFSA í sjóstangveiði 2009

Íslandsmeistaramót EFSA Ísland verður haldið í Dalvíkurbyggð föstudaginn 15. maí og laugardaginn 16. maí 2009. Mótið er stigamót og keppt um Íslandsmeistara EFSA Ísland 2009. Veitt er eftir reglum EFSA (Evrópusamband sjóstangaveiðimanna). Mótið verður „prufumót“ fyrir Evrópumótið 2010 sem einnig verður haldið í Dalvíkurbyggð og keppt verður eftir sömu reglum og með sama fyrirkomulagi eins og á Evrópumótinu. Tilgangurinn er að reynslukeyra skipulagsatriði Evrópumótsins. Meðlimir erlendra EFSA deilda eru velkomnir í mótið og keppnisgjald fyrir þá er EUR 180.

Í mótinu verður lögð áhersla á að veiða þorsk, ýsu og ufsa auk annarra tegunda fiska en veitt verða verðlaun fyrir stærsta fisk hverrar tegundar og stigahæstu einstaklinga karla og kvenna í 1. 2. og 3. sæti. Skipstjórar á þremur stigahæstu bátunum fá einnig verðlaun.

Dagskrá:

Fimmtudagur 14. maí
kl. 20:00 Mótssetning í veitingarhúsinu „Við höfnina” Dalvík.
Mótsgögn afhent og farið verður yfir reglur og framkvæmd mótsins

Föstudagur 15. maí
kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju
kl. 07:00 Lagt úr höfn
kl. 08:00 Veiðar hefjast
kl. 14:00 Veiðum hætt
kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju
kl. 18:00 Úrslit kynnt á stigatöflu

Laugardagur 16. maí
kl. 06:15 – 18:00 Sama og föstudag
kl. 20:00 Verðlaunaafhending á veitingahúsinu „Við höfnina“
kl. 21:00 Lokahóf

Keppnisgjald er kr. 22.000. Innifalið í þátttökugjaldi er keppnin og miði á lokahóf fyrir einn. Styrkur til félaga EFSA Ísland er veittur á móti keppnisgjaldi. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 4.500. Skráning hjá Þóri Sveinsson í síma 896 3157 eða í netfangi thosve@snerpa.is . Skráningarfrestur er til föstudagsins 1. maí 2009.

Mótsstjórn skipa:
Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson og Arnþór Sigurðsson.  Bryggjustjóri er Þorsteinn M. Aðalsteinsson, Úlfar Eysteinsson.