Íris Daníelsdóttir ráðin í starf þjónustu- og innheimtufulltrúa

Þann 14. apríl síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starf þjónustu- og innheimtufulltrúa Dalvíkurbyggðar. Alls bárust 9 umsóknir um starfið.

Úr þeim hópi umsækjenda hefur Íris Daníelsdóttir, viðskiptafræðingur, verið ráðin og bjóðum við hana velkomna til starfa.