Ipad fyrir byrjendur

Einstaklingsmiðað nám í rólegu andrúmslofti þar sem nemendur mæta með Ipad. Byrjað er á að fara yfir allar stillingar sem nauðsynlegt er að vita af og velja hvernig notandinn vill hafa, svo sem læsingar, stillingar til að sækja eða kaupa smáforrit á netinu, tenging við tölvupóst o.fl.

Seinni hluti námskeiðsins fer í að skoða þau fjölmörgu smáforrit sem eru í boði, innlend sem erlend auk þess sem kennt verður að tengja Ipad við Itunes og setja inn á hann tónlist, hljóðbækur og bækur.

Námsver SÍMEY Dalvík og salur Einingar-Iðju Siglufirði

Mánudagur og miðvikudagur 10. og 12. nóv. kl. 20:00-22:00 á Dalvík.
Verð: 13.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar
www.simey.is  og síma 894-1838