Innritun í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Innritun í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fyrir skólaárið 2012-13 hefst 16. apríl og stendur til 27. apríl. Allir þurfa að sækja um fyrir næsta vetur, einnig þeir sem eru nú þegar í Tónlistarskólanum. Nýnemar fá staðfestingu í ágúst en núverandi nemendur halda sínu plássi ef sótt er um á tilskildum tíma.
Til þess að sækja um er farið inn á heimasíðu Tónlistarskólans. www.dalvikurbyggd.is/tonlistarskoli