Inniklifuraðstaða í Dalvíkurbyggð

Inniklifuraðstaða í Dalvíkurbyggð

Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og Óliver Hilmarsson formaður Grjótglímufélagsins undirrituðu samstarfssamning miðvikudaginn 18. apríl um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst, gamla íþróttahúsinu á Dalvík. Dalvíkurbyggð leggur til styrk við uppbyggingu á aðstöðunni og húsnæði. Grjótglímufélagið mun sjá um uppbyggingu á aðstöðu og halda úti félagsstarfi fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Við undirritun samnings hafa fleiri aðilar þegar styrkt verkefnið og má þar nefna Salka fiskmiðlun, Promens, Kaldi, Tréverk, og Ekta fiskur. Fleiri aðilar hafa sýnt áhuga á að styrkja uppbyggingu á aðstöðu. Styrkjum við verkefnið verður eingöngu ráðstafað í efniskaup og mun Grjótglímufélagið leggja til vinnu. Grjótglímufélagið er enn að leita eftir styrkjum til að byggja upp aðstöðuna og geta áhugasamir haft samband við formann félagsins Óliver Hilmarsson í síma 8688051 og með tölvupósti oliver.hilmarsson@gmail.com .