Ímynd Dalvíkurbyggðar - taktu þátt í könnun

Ímynd Dalvíkurbyggðar - taktu þátt í könnun

Með þessari könnun viljum við skoða nánar og kanna hug landsmanna til ímyndar Dalvíkurbyggðar. Ímynd sveitarfélaga samanstendur af mörgum þáttum: viðhorfum og líðan íbúa, áliti annarra, upplifun ferðamanna og gesta og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að fá álit frá eins fjölbreyttum hópi landsmanna og hægt er. Við yrðum því þakklát ef þú sæir þér fært að senda slóðina inn á þessa könnun til sem flestra.

Niðurstöður þessarar könnunar munum við nýta til að vinna betur með ímynd Dalvíkurbyggðar en draumur okkar er að gera sveitarfélagið að ákjósanlegum búsetukosti fyrir sem flesta. Verkefnið um ímynd Dalvíkurbyggðar hefur staðið yfir um nokkurn tíma hjá sveitarfélaginu en hingað til hefur verið unnið með Dalvíkurbyggð sem vinnustað og Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitanda. 

Að sjálfsögðu eru öll svör kóðuð þannig að ekki er hægt að finna neinar upplýsingar um þátttakendur út frá svörunum. 

https://www.surveymonkey.com/r/57WBNVS 

Allar nánari upplýsingar um þessa könnun veitir Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar margretv@dalvikurbyggd.is 

Með fyrirframþökk fyrir þátttökuna

Margrét Víkingsdóttir
Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
margretv@dalvikurbyggd.is
s. 460 4900