Íbúum í Dalvíkurbyggð fjölgar um 2%

Þann 1. desember 2005 voru íbúar Dalvíkurbyggðar alls 1927 talsins en þann 1. desember 2006 var íbúafjöldi orðinn 1966 sem gera 2% fjölgun í sveitarfélaginu.
Samkvæmt upplýsingum frá Eyþingi virðist íbúum í Eyjafirði almennt fjölga og athygli vekur að fjölgunin er meiri á svæðum utan Akureyrar og sem dæmi má nefna var fjölgunin mest í Hörgárbyggð eða 3%, því næst í Dalvíkurbyggð og Eyjafjarðarsveit, með 2% fjölgun.

Á vef hagstofunnar er sagt frá því að landsmenn voru 307.261 talsins hinn 1. desember síðastliðinn. Fólksfjölgun hefur verið óvenju mikil á árinu og annað árið í röð fjölgar íbúum um meira en 2% á einu ári.

(meðfylgjandi mynd er frá Skólaþingi sem haldið var í Dalvíkurbyggð í nóvember 2006)