Íbúð til sölu - Öldugata 27

Öldugata 27, 621 Dalvíkurbyggð
Öldugata 27, 621 Dalvíkurbyggð

Hvammur fasteignasala auglýsir fyrir Dalvíkurbyggð 3ja herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð á Árskógssandi til sölu - samtals 79,2 m²
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Forstofa er dúkalögð og þar er fatahengi.
Stofa og eldhús eru í sama rými. Plastparket á gólfi. Loft tekin upp og setur það skemmtilegan svip á eignina. Gengið út á viðar verönd til vesturs úr stofu og þaðan út á lóð.
Í eldhúsi er upprunaleg innrétting, hvít með beyki höldum. Flísar á milli skápa.
Svefnherbergi eru tvö og er dúkur á gólfum. Hvítir fataskápar í þeim báðum.
Baðherbergi er dúkalagt. Baðkar og sturta, flísar á votrými. Bekkur með vask. Gluggi er á baði.
Þvottahús og geymsla er með máluðu gólfi en þaðan er farið upp á geymsluloft.

Annað:
- Íbúðin er laus nú þegar. 
- Vel skilulögð eign.
- Gott bílastæði framan við húsið. 

Nánari upplýsingar og frekari myndir má finna á hér.