Íbúaskrá Dalvíkurbyggðar
Þeir sem flutt hafa til Dalvíkurbyggðar eða innan byggðarinnar, en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst eða í síðasta lagi 30. nóvember 2004.
Eyðublöð fyrir aðseturstilkynningar liggja frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofunni á Dalvík.
Húsráðendur eru minntir á tilkynningarskyldu sína vegna þeirra er í húsum þeirra dvelja.
Atvinnurekendur eru hvattir til að brýna fyrir þeim sem ráðnir eru til starfa að þeir tilkynni þegar í stað um aðsetursskipti.
Í 1. grein laga um lögheimili segir m.a. að lögheimili manna er sá staður þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu. Föst búseta er síðan útskýrð sem staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Í þessu felst að lögheimili manna skal skráð þar sem þeir búa á hverjum tíma.
Í þessu sambandi skal þó áréttað ákvæði 7. gr. laganna um sameiginlegt lögheimili hjóna og fólks í sambúð, ef þessir aðilar eru í samvistum. Hvað varðar barnafólk skal sérstaklega tekið fram að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér.
Sjá nánar: Lög um lögheimili nr. 21 frá 5.maí 1990.
Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir