Íbúafundur um mögulegar breytingar á skólahaldi í Árskógi

Mánudaginn 26. september 2011 standa bæjarstjórn og fræðsluráð Dalvíkurbyggðar fyrir íbúafundi um mögulegar breytingar á skólahaldi í Árskógi. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Árskógi klukkan 16:30.


Starfshópur sem unnið hefur tillögur að breytinum á skólahaldi í Árskógi mun kynna niðurstöður vinnunnar og hugmyndir að breytingum á húsnæði . Starfsmenn, foreldrar og aðrir áhugasamir um skólastarf í Dalvíkurbyggð eru hvattir til að mæta, kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar.


Hægt er að nálgast tillögurnar og önnur gögn inni á heimasíðu sveitarfélagsins

Íbúar eru einnig hvattir til þess að senda skriflegar ábendingar á netfangið helgabjort@dalvikurbyggd.is   fyrir 29. september.