Íbúafundur í Árskógi

Íbúafundur í Árskógi

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu að Árskógi kl. 17:00 á miðvikudeginum þann 8. nóvember n.k.  Til fundarins er boðað m.a. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss.

Fundarstjóri verður Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.  

Dagskrá fundarins:

  • Ferill málsins innan stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri
  • Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar með tilliti til hesthúsabyggðar, Árni Ólafsson arkitekt
  • Nýjar hugmyndir um staðsetningu hesthúss og framtíðaráform, eigendur Árskógar 1
  • Almennar umræður og fyrirspurnir frá íbúum

 

F.h. sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Bjarni Th. Bjarnason