Í hópi bestu sveitarfélagavefja

Vefur Dalvíkurbyggðar er í hópi bestu sveitarfélagavefjanna samkvæmt úttekt Sjá sem gerð er fyrir Innanríkisráðuneytið.

Gerð var úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2013 og er það í fimmta sinn sem slík úttekt fer fram. Úttektin fer fram annað hvert ár undir yfirskriftinni  ,,Hvað er spunnið í opinber vefi?" og eru niðurstöður könnunarinnar mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Í ár voru niðurstöður úttektarinnar kynntar á UT-deginum sem fram fór fyrir helgina. Eins og sjá má hér fyrir neðan fengu 5 sveitarfélög tilnefningu sem besti sveitarfélagavefurinn og var Dalvíkurbyggð eitt af þeim.

Flest stig í flokki sveitarfélagavefja:

• Reykjavíkurborg (97 stig)
• Garðabær (91 stig)
• Hafnarfjarðarkaupstaður (91 stig)
• Seltjarnarnes (90 stig)
• Dalvíkurbyggð (89 stig)

Sérstök dómnefnd valdi svo, óháð stigafjölda, vef Reykjavíkurborgar sem besta sveitarfélagavefinn.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.ut.is