Hvatagreiðslur lækkaðar niður í 4 ára aldur

Hvatagreiðslur lækkaðar niður í 4 ára aldur

Sveitarstjórn samþykkti, á 341. fundi sínum, tillögu að reglum íþrótta- og æskulýðsráðs, þess efnis að þeir sem eigi rétt á styrk (hvatagreiðslu) verði frá 4 ára aldri í stað 6 ára.
Þetta þýðir að þau börn sem verða 4 ára á þessu ári, geta átt rétt á styrk frá áramótum.

Í ÆskuRækt sér kerfið sjálfkrafa um að veita styrkinn, það þarf bara að haka við að vilji sé til að nota hann.

Reglur um hvatagreiðslu má finna hér

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4900.