Hvað getur Íslandsstofa gert fyrir þig?

Miðvikudaginn 9. október kl. 10 er þér boðið á kynningarfund á Hótel KEA þar sem starfsfólk Íslandsstofu mun kynna þá þjónustu sem stendur til boða fyrir fyrirtæki sem íhuga útflutning eða markaðssetningu erlendis.

Þær spurningar sem m.a. verður leitast við að svara eru:
-Hverjar eru mikilvægustu spurningarnar sem þarf að spyrja sig að í upphafi útflutnings?
-Hvernig er undirbúningi best háttað?
-Hvar og hvernig eru upplýsingar um markaði fundnar?
-Hver eru mikilvægustu atriðin sem hafa þarf í huga þegar farið er inn á markað erlendis?
-Hvernig getur Íslandsstofa aðstoðað?

Kynningin mun taka u.þ.b. 30 mínútur en boðið verður upp á spjall á eftir yfir léttum veitingum.

Allar nánari upplýsingar gefur Þorvaldur Sigurjónsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, tls@afe.is  og Andri Marteinsson hjá Íslandsstofu, andri@islandsstofa.is  

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á netfangið elva@afe.is