Húsaleigubætur fyrir haustönn 2012

Minnt er á að síðasti dagur umsókna vegna húsaleigubóta er fyrir 16. hvers mánaðar.


Þeir sem ætla að sækja um húsaleigubætur fyrir septembermánuð þurfa að gera það eigi síðar en 16. september.


Umsóknareyðblað má nálgast á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. http://www.dalvik.is/Stjornsysla/Fjarmala--og-stjornsyslusvid/Eydublod/  eða á bæjarskrifstofu.
Með umsókn þarf að fylgja frumrit af leigusamningi, launaseðlar síðustu þriggja mánaða, síðasta samþykkta skattskýrsla auk þess sem nemar þurfa að skila inn vottorði um skólavist.