Húsabakkakvöld

Húsabakkakvöld

Næstkomandi mánudagskvöld, 8. júní kl 8-12, standa Kvenfélagið Tilraun, Hollvinafélag Húsabakka, Menningar -og Listasmiðjan og Náttúrusetrið á Húsabakka fyrir vinnukvöldi á Húsabakka. Þar er ætlunin að gera nokkurt umhverfisátak m.a. í skógræktinni sunnan við skólann sem konur í dalnum komu á fót á sínum tíma og hlúðu að á árlegum vinnudegi. Á því hefur orðið uppihald nú í nokkur ár en nú á að taka upp þráðinn að nýju. Einnig verður hugað að leiktækjum (sem einnig eru gjöf kvenfélagsins) og og stígum niður í friðlandið eftir því sem tími og mannskapur endist.   Æskilegt er að þátttakendur takið með skóflur og kantskera og önnur garðaáhöld. Kaffiveitingar verða á staðnum.