Hús vikunnar - Harðangur, 1919 (fyrr Þórustaðir og Kristinshús), Grundargata 7

Hús vikunnar - Harðangur, 1919 (fyrr Þórustaðir og Kristinshús), Grundargata 7

Harðangur 1919 ( fyrr Þórustaðir og Kristinshús) Grundargata 7

(Fasteignarmat 1931)
Lóð 696 m2- meðtalin lóð undir smiðju ógirt leigulóð. Hús 6,25 x 5,0 m hæð frá kjallara 3,13 m, rishæð 2,0 m. Kjallari undir húsinu. Hús af steinsteypu, þak af timbri, járnklætt. Gólf, loft og skilrúm af timbri. 1 íbúð, 4 herbergi. Vatnsveita, miðstöð og einn reykháfur. Húsið rakalaust og hlýtt. Útihús: steinsteypuskúr áfastur við íbúðarhús 5,0 x 5,0 m af steinsteypu, pappi á þaki og steypt gólf. Byggt 1927 eigandi Kristinn Jónsson járnsmiður.

(Skrá yfir hús og bæi á Dalvík 2. júní 1934. úr skýrslu Jarðskjálftanefndar)
Einlyft steinhús á kjallara nær óskemmt. Athuga reykháf. Húsráðendur; Kristinn Jónsson og Þóra Jónsdóttir.

(Saga Dalvíkur III bindi, bl. 294 (Húsagerð og hýbýlakostur á Dalvík um 1936))
(l: 6,5 – b: 5,0 – h: 7,2) Steinhús, ein hæð með kjallara, porti og risi. Kjallari þrjú herbergi, aðalhæð þrjú, á lofthæð tvö. – Öll herbergi máluð eða veggfóðruð. Miðstöðvarhitun. Rafmagn til ljósa (1932).
Fjós, mykjuhús, hlaða (l: 5,5 – b: 5,0 – h: 4,4) Úr steinsteypu.
Járnsmíðaverkstæði (l: 7,7 – b: 4,5 – h: 3,0) Úr steinsteypu. (1932).

Stutt saga húss:
Kristinn Jónsson járnsmiður bjó á Ingvörum 1906 – 31 og átti jörðina, en sat hana ekki nema að hluta síðustu 4 árin og bjó þá á Dalvík, því þangað flutti hann 1927 og byggði þá húsið Harðangur og átti þar heima til æviloka ásamt seinni konu sinni, Þóru Jóhannesdóttur. Jafnframt búskapnum stundaði hann iðn sína alla tíð og kom sér upp vélaverkstæði áfast húsinu 1930 og rak það til æviloka. Steinsteypt hús, þak járnklætt með háu risi. Öll loft, skilrúm, stigi og gólf úr timbri. Kjallara skipt með timbri í 3 herbergi og forstofu. Ris skipt með timbri í 3 hólf. Hæð skipt með timbri í 2 herbergi og forstofu með uppgang á rishæð.
Þóra bjó í húsinu eftir að Kristinn féll frá 1941. Þórlaug dóttir þeirra tók við húsinu og bjó þar allan sinn búskap eða þar til hún seldi afkomendum sínum.
Húsið hefur haldið sínu upprunalega útliti alla tíð. Því hefur verið haldið ágætlega við. Áfastur húsinu er skúr eða skemma sem var byggð sem járnsmíðaverkstæði 1930.

Húsið stendur í 394,0 m2 lóð í eigu dalvíkur-byggðar. Í garðinum er enginn trjágróður en bletturinn snyrtilegur og er hann sleginn og ræktaður. Við steyptar útitröppur er steypt stétt.

 

Eigenda og íbúaskrá

Tímabil Eigendur / íbúar  Börn
1927-1941  Kristinn Jónsson Guðrún Aðalheiður (1913)
1927-1883 Þóra Jóhannesdóttir Þórlaug Ingibjörg (1918)
193?-195? Friðrik Sigurjónsson Arnfinnur (1939)
1976-2007 Þórlaug Ingibjörg Kristinsdóttir Jóna Kristín (1941)
Gunnar M Friðriksson (1944
Friðrik Friðriksson (1949)
Irma Ingimarsdóttir (1954)
1956-1992 Irma Ingimarsdóttir Silja Pálsdóttir (1971)
Bjarmi Fannar Hannesson (1987)
1976-2002 Guðrún Aðalheiður Kristinsdóttir
2002-2003 Kristinn Gestsson
2002-2007  Loreley Gestsdóttir
2002-2007 Þóra Gestsdóttir
2002 Álfhildur Gestsdóttir
2002-2007 Sigurbjörg Gestsdóttir
2002-2007 Kári Björn Gestsson
2003-2007 Ásdís Gísladóttir
2007 Linda Mjöll Gunnarsdóttir