Hús vikunnar - Agðir (Karlsrauðatorg 9)

Hús vikunnar - Agðir (Karlsrauðatorg 9)

Agðir 1919 (áður Tungufellsbúð, Ytraholtsbúð, Hyltinganausti og Einarsbúð) Karlsrauðatorg 9
Fastanúmer: 215‐5021 / landnúmer:151602


(saga Dalvíkur II bindi, bl. 402 (eins og staðan var 1918))
Eigendur og húsráðendur Einar Bjarnason sjómaður og k. h. Rannveig Guðmundsdóttir. Sonur þeirra var Guðmundur sjómaður og verkamaður s. st. Kona hans Baldvina Þorsteinsdóttir frá Böggvisstöðum, Baldvinssonar. – Íbúðarhús úr torfi og timbri, 8x5 álnir. Árið 1919 var byggt upp.


(Fasteignarmat 1931)
Lóð 1 ha. girt með gaddavír, leigulóð. Hús 6,5 x 5,0 m. Vegghæð frá kjallara 2,5 m rishæð 1m. Steyptur kjallari undir húsi en hús af timbri, pappaklæddir, þak af timbri járnvarið. Gólf, loft og skilrúm að timbri. 1 íbúð,4 herbergi. Upphitun húss við ofni, einn reykháfur. Rakalaust og hlýtt. Hús byggt 1917. útihús: fjós fyrir 1 kú, fjárhús fyrir 24 kindur af torfi. Eigandi Guðmundur Einarsson húsmaður Dalvík.


(Virðingabók Brunabótafélags Íslands frá 1986)
Kjallari úr steinsteypu, hæð úr timbri, járnklædd. Risþak klætt járni. Kjallaragólf úr steinsteypu annað úr timbri. 11 m í næsta hús. Kjallara skipt með timburskilrúmum í 4 hólf með uppgöngu á hæð. Hæð skipt með timburskilrúmum í 5 hólf. Stærð: L‐ 6,3 B‐ 4,9 H‐ 5,2 anddyri: L‐ 1,6 B‐ 1,5 H‐ 3,0 m. Viðbyggð skúrbygging úr timbri. Stærð: L‐ 4,9 B‐ 2,15 H‐ 2,4 m. Eigandi Hafliði Friðriksson.


Stutt saga hússins.
Einar Bjarnason sjómaður og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir byggðu fyrst Agðir upp úr Hyltinganausti árið 1912 þá stóð þar hús úr torfi og timbri, 8 x 5 álnir. Þau bjuggu áður í Brautarhóli í Svarfaðardal til 1906 en fluttu þá til Dalvíkur. Hús sitt eða smábýli nefndu þau Agðir. Þau byggðu húsið sem enn stendur árið 1919 og þar réðu þau húsum til 1927, en voru þar síðan hjá syni sínum til æviloka. Sonur þeirra var Guðmundur sjómaður og verkamaður. Kona hans var Baldvina Þorsteinsdóttir frá Böggvisstöðum, Baldvinssonar. þau Guðmundur og Baldvina bjuggu í húsinu alla sína búskapartíð. Baldvina selur húsið 1982 þeim Hafliða Friðrikssyni Guðrúnu Garðarsdóttur og átta þau Agðir til 1988 og síðan hafa margir eigendur verið að húsinu. Núverandi eigandi Agða er Gunnlaugur Þór Briem og hefur hann átt það frá 2002. Húsið er lítið breitt frá upphafi, þó hefur gluggasetningu verið breytt og húsið verið klætt utan með bárujárni einhvertímann snemma á ferlinum. Einnig var byggður inngönguskúr úr ateinsteypu norðan við húsið og reykháfur verið fjarlægður.

Eigenda og íbúaskrá