Hundaeigendur athugið

Hundahald í Dalvíkurbyggð er leyfisskylt og það þarf að sækja um leyfi fyrir alla hunda í sveitarfélaginu sem ekki eru á lögbýlum. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Dalvíkurbyggðar eða í þjónustuveri í Ráðhúsi. Mikið hefur borið á kvörtunum vegna lausra hunda í Fólkvanginu í Böggvisstaðafjalli og austur á Sandi. Því er enn og aftur áréttað að lausaganga hunda er bönnuð alls staðar í Dalvíkurbyggð. Frekari upplýsingar veitir bæjartæknifræðingur.