Hunda- og kattahreinsun í Dalvíkurbyggð.

Hunda- og kattahreinsun í Dalvíkurbyggð.

Árleg hunda- og kattahreinsun fer fram í Dalvíkurbyggð dagana 8. og 10. nóvember 2022, frá kl.16:00 – 18:00 báða dagana.

 

Kattahreinsun fer fram þriðjudaginn 8. nóvember.

Hundahreinsun fer fram fimmtudaginn 10. nóvember.

 

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald er eigendum skylt að örmerkja dýrin. Samhliða hreinsuninni verður boðið upp á, gegn gjaldi, að örmerkja þau dýr sem ekki hafa verið örmerkt.

Hreinsun fer fram í áhaldahúsi Hitaveitu Dalvíkur við Sandskeið.

Hunda- og kattaeigendum er skylt að mæta með hunda og ketti sína til hreinsunar.

Ef hreinsun hefur þegar farið fram eru eigendur vinsamlegast beðnir um að koma í áhaldahús og framvísa vottorði því til staðfestingar eða senda vottorð á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is.

Til að biðin verði sem styst er mikilvægt að ekki sé verið að fara yfir önnur heilsufarsvandamál við dýralækni á þessum vettvangi.