Hunda- og kattaeigendur athugið að varptími fugla er hafinn

Hunda- og kattaeigendur athugið að varptími fugla er hafinn

Vakin er athygli á því að varp fugla er hafið og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda. Einnig eru hundaeigendur beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Friðland Svarfdæla, Fólkvangurinn í Böggvisstaðafjalli og Böggvisstaðasandur (sandurinn) eru dæmi um varpsvæði fugla. 

Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra um nætur og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir geta haft neikvæð áhrif á fuglavarp í nágrenni við mannabústaði og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma og á meðan ungar eru ófleygir.

Lausaganga hunda er stranglega bönnuð í Friðlandi Svarfdæla og á Böggisstaðasandi (sandinum). Hundaeigendum er bent á að sleppa má hundum lausum á hundasvæði ofan Upsakirkjugarðs.

Umhverfis- og tæknisvið