Hugmyndir um notkun íþróttahúss Dalvíkur frá haustinu 2010

Haustið 2010 verður tekið í notkun nýtt íþróttahús á Dalvík. Á sama tíma lýkur núverandi starfsemi í gamla íþróttahúsinu sem hefur nú þjónað okkur frá árinu 1963.


Á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl. var íþrótta- og æskulýðsráði heimilað að auglýsa eftir hugmyndum um nýtingu hússins í framtíðinni.


Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir hugmyndum um framtíðarnýtingu hússins. Öllum er heimilt að senda inn tillögur en mikilvægt er að þær séu sem ítarlegastar til að hægt sé að taka þær til umfjöllunar í íþrótta- og æsklýðsráði.

Hægt er að skila inn tillögum á eftirfarandi formi:


Í bréfi stílað á:
Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík.


Eða með tölvupósti á netfangið:
bjarni@dalvik.is


Tillögur verða að hafa borist ofangreindum í síðasta lagi
þriðjudaginn 24. nóvember nk.

ÍÞRÓTTA- OG ÆSKULÝÐSRÁÐ DALVÍKURBYGGÐAR