Hugmyndasöfnun fyrir uppbyggingu í skógarreitunum Brúarhvammsreit og Bögg.

Hugmyndasöfnun fyrir uppbyggingu í skógarreitunum Brúarhvammsreit og Bögg.

Dalvíkurbyggð fékk á dögunum styrk að upphæð 1.500.000 frá aðila sem vill ekki láta nafn síns getið. Byggðaráð ákvað á 1074.fundi sínum þann 13.júlí sl. að styrkurinn yrði nýttur til hönnunar og uppbyggingar á Brúarhvammsreit og Bögg sem eru tveir af skógarreitunum í sveitarfélaginu. Hugmyndin er að styrkurinn fari í hönnum og uppbyggingu á leiktækjum eða afþreyingarmöguleikum innan þessara skógarreita. Því langar okkur að leita til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um það hvernig best væri að ráðstafa styrknum. Hugmyndum er hægt að skila inn á www.dalvikurbyggd.betraisland.is/  þar er líka hægt að ræða hverja hugmynd fyrir sig og styðja við og útfæra hugmyndir sem aðrir koma með.