Hugarflugsfundur um strandlengjuna Dalvík.

Hugarflugsfundur um strandlengjuna Dalvík.

Dalvíkurbyggð í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkítekt hjá Landslagi vilja bjóða áhugasömum íbúum að taka þátt í hugarflugsvinnu tengda strandlengjunni á Dalvík. Nú er að hefjast vinna við að skipuleggja og hanna þetta svæði með aðgengi og aðdráttarafl fyrir bæði íbúa og gesti í huga og er þetta fyrsti áfanginn. Í ferlinu öllu er gert ráð fyrir virkri þátttöku íbúa og er kominn rafrænn hugmyndakassi á heimasíðu Dalvíkurbyggðar fyrir ykkar hugmyndir.

Áhugasamir íbúar og getir geta mætt í Menningarhúsið Berg fimmtudaginn 9. október kl 12:10 á fyrsta hugarflugs-fund verkefnisins. Frá Bergi ætlum við að byrja á smá rölti um svæðið og svo hugmyndavinnu í Bergi í kjölfarið.

Allir áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt.