Hreinsunardagar í Dalvíkurbyggð

Hreinsunardagar í Dalvíkurbyggð

Hreinsunardagar í Dalvíkurbyggð

Í vikunni fara fram hreinsunardagar í þéttbýlum sveitarfélagsins.
á morgun 21. maí eru hreinsunardagar á Hauganesi og Árskógssandi, verið er að koma upp gámum á báðum stöðum þannig að hægt sé að losa sig strax við það sem safnast saman. Við viljum koma miklu hrósi á íbúa á báðum stöðum fyrir frumkvæði og dugnað í hreinsun þéttbýlanna ár eftir ár og er þátttaka íbúa þar til mikillar fyrirmyndar.

Hreinsunardagar fara fram á Dalvík 23. & 24. maí þá verður búið verður að koma upp gámi utan gámasvæðis til þess að losa sig við úrganginn. Við hvetjum íbúa til þess að plokka og týna rusl. Við treystum því að sveitarfélagið allt verði hið snyrtilegasta eftir næstu helgi.

Takk fyrir að taka þátt.

Eigna og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar.